Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 08. janúar 2023 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richards: Þetta er ástæðan fyrir því að við elskum bikarinn

Micah Richards fyrrum leikmaður Aston Villa var ekkert pirraður eftir að hans fyrrum félagar féllu úr leik í enska bikarnum í kvöld eftir mjög óvænt tap gegn Stevenage.


Richards lék með Villa frá 2015-2019 áður en hann lagði skóna á hilluna en hann vinnur nú sem sérfræðingur á Sky Sports.

„Þetta er frábært, Þetta er ástæðan fyrir því að við elskum Enska bikarinn," sagði Richards á Sky Sports eftir leikinn.

Villa komst yfir í leiknum en tvö mörk á síðustu tveimur mínútunum hjá Stevenage urðu til þess að Villa er úr leik.


Athugasemdir
banner
banner