Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag veit hvað hann er að gera
Wout Weghorst fagnar marki á HM í Katar
Wout Weghorst fagnar marki á HM í Katar
Mynd: Getty Images

Wout Weghorst sóknarmaður Besiktas hefur verið sterklega orðaður við Manchester United að undanförnu en forseti tyrkneska félagsins hefur þó sagt að hann muni vera áfram hjá félaginu út leiktíðina.

Hann er á láni frá Burnley.


Hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit á Englandi en það er þó talið líklegt að hann sé á leið til Manchester United.

Rene Meulensteen var í þjálfara teymi Sir Alex Ferguson á sínum tíma en hann segir að Erik ten Hag stjóri liðsins viti nákvæmlega hvað hann er að gera með því að sækja Weghorst.

„Hann er þrítugur svo þetta er tímabundin lausn útaf orðrómnum um söluna á félaginu. Hann þarf að gera eitthvað í glugganum svo það er betra að næla í einhvern sem þú þekkir," sagði Meulensteen.

Meulensteen trúir því að Weghorst gæti orðið mikilvægur fyrir United.

„Þetta er ekki langtíma lausn en þetta er einhver sem getur sýnt sig fyrir þá yfir stuttan tíma, sérstaklega seint í leikjum."


Athugasemdir
banner