Barcelona hefur fengið leyfi til að skrá Dani Olmo og Pau Victor í hópinn tímabundið að minnsta kosti.
Félagið fékk undanþágu að skrá þá til lok árs 2024 þar sem félagið var yfir launaþakinu en félagið hefur staðið í ströngu að reyna fá leyfi til að skrá þá aftur svo þeir geti klárað tímabilið.
Málið endaði í höndum æðsta íþróttadómstóls Spánar sem gaf Barcelona tímabundið leyfi til að skrá þá en óljóst er hversu lengi það er í gildi.
Þeir ferðuðust báðir með Barcelona til Sádí-Arabíu þar sem Ofurbikarinn hefst í kvöld en þeir eru hvorugir skráðir í hópinn gegn Bilbao.
Þeir gætu hins vegar náð úrslitaleiknum sem verður gegn annað hvort Real Madrid eða Mallorca.
Athugasemdir