Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. apríl 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hef aldrei séð hana eins góða og núna"
Ekki auðvelt það sem hún er búin að ganga í gegnum
Berglind í heimsókn í Svíþjóð.
Berglind í heimsókn í Svíþjóð.
Mynd: Úr einkasafni
Saman hjá Val
Saman hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava í treyju númer 2
Svava í treyju númer 2
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir eru góðar vinkonur. Þær spiluðu saman hjá Val í yngri flokkunum sem og í meistaraflokki.

Berglind sagði frá því í viðtali að Svava hefði aðstoðað sig þegar hún var að velja á milli félaga í Noregi og í Svíþjóð.

Svava er leikmaður Bordeaux í dag en hefur á ferlinum leikið með Röa í Noregi og Kristianstad í Svíþjóð. Berglind ákvað að semja við Örebro í Svíþjóð í desember eftir fjögur tímabil hjá Fylki.

Svava var til viðtals á þriðjudag og var spurð út í Berglindi.

Viðtalið+Elísabet+Landsliðið+Sif:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"
Svava alltaf númer 2 út af Sif - „Má segja að hún sé goðsögn"

Frábært að Berglind sé að spila í Svíþjóð
Kynntust þið í Val?

„Já við kynnumst í Val þegar við vorum sirka 10 ára gamlar. Vissum kannski af hvor annarri þar sem við höfðum spilað við hvor aðra," sagði Svava Rós.

Sagðiru eitthvað meira við Berglindi þegar hún var að velja á milli heldur en kom fram í viðtalinu um daginn?

„Við töluðum mikið saman þegar hún var að pæla í því að flytja út. Þannig séð sagði ég ekki mikið meira en kom fram í viðtalinu við hana, en eins og kom fram þá sagði ég henni bara frá muninum á deildunum og liðunum sem hún var að pæla í þar sem ég hafði spilað á móti þeim."

Hvernig helduru að henni muni ganga í Svíþjóð?

„Mér finnst frábært að hún hafi tekið stökkið og sé farin að spila í Svíþjóð. Það er ekki auðvelt það sem hún er búin að ganga í gegnum með meiðsli og ég hef aldrei séð hana eins góða og núna. Ég hef mikla trú á henni og henni mun örugglega ganga vel í Örebro."

Berglind sagði frá meiðslunum í viðtalinu um daginn.

Hverjir eru hennar styrkleikar sem leikmaður?

„Styrkleikar hennar sem leikmaður er að hún er hröð og yfirveguð, hreinsar allt upp sem lekur í gegn þegar hún spilar sem hafsent. Hún býr líka yfir þeim eiginleikum að hún getur spilað nánast alls staðar á vellinum, hún er svakalegur leiðtogi og áræðin," sagði Svava Rós.


Viðtalið+Elísabet+Landsliðið+Sif:
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val"
Svava Rós: Veit fyrir víst að hún gerði mig að betri leikmanni
„Aldrei verið jafn svekkt að hafa ekki verið valin"
Svava alltaf númer 2 út af Sif - „Má segja að hún sé goðsögn"
Athugasemdir
banner
banner
banner