Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mán 08. apríl 2024 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Benjamin Stokke innsiglaði sigur Blika
Jason Daði kom Blikum í forystu
Jason Daði kom Blikum í forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 2 - 0 FH
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('14 )
2-0 Benjamin Stokke ('77 )
Lestu um leikinn


Breiðablik lagði FH í fjörugum leik á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar komust yfir eftir stundafjórðung þegar Jason Daði Svanþórsson fékk boltann inn á teignum eftir sendingu frá Viktori Karli Einarssyni og skoraði á nærstöngina.

Undir lok fyrri hálfleiksins var Kristinn Steindórsson hársbreidd frá því að skora annað mark Blika en boltinn fór í innanverða stöngina og út.

FH liðið mætti sterkt út í síðari hálfleikinn en Hafnfirðingarnir vildu fá vítaspyrnu þegar Damir Muminovic virtist brjóta á Sigurði Bjarti en ekkert dæmt.

Stuttu síðar fékk Kjartan Kári tækifæri til að jafna metin en skot hans fór yfir markið.

Benjamin Stokke kom inn á sem varamaður í kjölfarið og hann innsiglaði sigur Blika þegar hann fékk boltann einn og óvaldaður eftir skot frá Viktori Karli og setti boltann örugglega í netið.


Athugasemdir
banner
banner