Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 08. maí 2021 22:06
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Ég er bara sáttur með stigið úr því komið var að þá get ég ekki verið annað en það." voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Breiðablik kemst yfir í leiknum en fær síðan þrjú mörk á sig. Hvað fór úrskeiðis hjá Breiðbliki þar?

„Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og vera einhverneigin með leikinn í höndunum. Einhverneigin var það okkar að koma þeim aftur inn í leikinn sem gerist síðan undir lok fyrrihálfleiks þegar þeir jafna, við gefum þeim það mark en stórglæsilegt mark en í aðdragandanum erum við klaufalegir."

Breiðablik er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en liðið tapaði gegn KR í fyrstu umferð deildarinnar.

„Nei, þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér en þetta er samt bara raunveruleikinn og úr því sem komið er þá er þetta niðurstaðan og það þýðir að hugsa um hvað við hefðum viljað eða ætlað okkur, við erum með eitt stig og vinnum út frá því og þurfum að mæta klárir í leikinn gegn Keflavík á Fimmtudaginn."

Viktor Karl Einarsson var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en hann er tæpur en ætti að vera klár þegar liðið mætir Keflavík í næstu umferð.

„Hann er bara tæpur og við ákváðum að taka ekki séns á honum. Hann er mikilvægur leikmaður og það hefði verið áhætta að láta hann spila í kvöld en hann verður klár á Fimmtudaginn gegn Keflavík."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner