Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 08. maí 2021 22:06
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Ég er bara sáttur með stigið úr því komið var að þá get ég ekki verið annað en það." voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Breiðablik kemst yfir í leiknum en fær síðan þrjú mörk á sig. Hvað fór úrskeiðis hjá Breiðbliki þar?

„Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og vera einhverneigin með leikinn í höndunum. Einhverneigin var það okkar að koma þeim aftur inn í leikinn sem gerist síðan undir lok fyrrihálfleiks þegar þeir jafna, við gefum þeim það mark en stórglæsilegt mark en í aðdragandanum erum við klaufalegir."

Breiðablik er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en liðið tapaði gegn KR í fyrstu umferð deildarinnar.

„Nei, þetta er ekki byrjun sem menn ætluðu sér en þetta er samt bara raunveruleikinn og úr því sem komið er þá er þetta niðurstaðan og það þýðir að hugsa um hvað við hefðum viljað eða ætlað okkur, við erum með eitt stig og vinnum út frá því og þurfum að mæta klárir í leikinn gegn Keflavík á Fimmtudaginn."

Viktor Karl Einarsson var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en hann er tæpur en ætti að vera klár þegar liðið mætir Keflavík í næstu umferð.

„Hann er bara tæpur og við ákváðum að taka ekki séns á honum. Hann er mikilvægur leikmaður og það hefði verið áhætta að láta hann spila í kvöld en hann verður klár á Fimmtudaginn gegn Keflavík."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner