Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingar rændir í Breiðholti
Nikolaj Hansen fellur við í teignum
Nikolaj Hansen fellur við í teignum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristall Máni í baráttunni en hann fékk nokkur góð færi til að skora
Kristall Máni í baráttunni en hann fékk nokkur góð færi til að skora
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir R. 0 - 0 Víkingur R.
Lestu um leikinn

Leiknismenn sluppu með skrekkinn í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Íslandsmeistara Víkings á Domusnova-vellinum í Breiðholti. Víkingar gerðu tilkall til að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum en Þorvaldur Árnason, dómari, var þó ekki sammála.

Allt byrjaði þetta á 6. mínútu leiksins er Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, tók Nikolaj Hansen niður í teignum og fór boltinn svo aftur fyrir endamörk en Þorvaldur dæmdi hornspyrnu í þessu atviki.

Leiknismenn komu sér í fínasta færi stuttu síðar er Brynjar Hlöðversson fann Arnór Inga Kristinsson. Hann kom með fyrirgjöfina á Mikkel Dahl en skallinn framhjá.

Besta færið í fyrri hálfleik fékk Kristall Máni Ingason. Logi Tómasson átti glæsilega sendingu inn í teiginn á Kristal, sem var einn. Hann tók hann í fyrsta en skotið rétt framhjá.

Staðan markalaus í hálfleik en þegar níu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum kom Kristall sér aftur í dauðafæri en í þetta sinn varði Viktor Freyr frá honum.

Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks vildu Víkingar fá aðra vítaspyrnu er Ari Sigurpálsson var tæklaður í teignum en aftur sleppti Þorvaldur því að blása í flautuna.

Það var ekki síðasta umdeilda atvikið í leiknum því þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Dagur Austmann ætlaði að hreinsa boltann frá en Ari var fyrri til í boltann og þrumaði því Dagur í Ara en ekkert dæmt.

Kristall Máni fékk tækifæri til að skora sigurmarkið í uppbótartíma en skalli hans fór framhjá. Lokatölur 0-0 á Domusnova-vellinum og verður áhugavert að heyra viðbrögð eftir leik. Víkingar eru með 7 stig eftir fimm leiki en Leiknismenn með tvö stig
Athugasemdir
banner
banner