Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 08. maí 2023 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Blikar í þriðja sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 1 - 2 Breiðablik
0-1 Klæmint Andrasson Olsen ('26)
1-1 Ólafur Karl Finsen ('31)
1-2 Nikulás Val Gunnarsson ('85, sjálfsmark)


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

Breiðablik er komið upp í þriðja sæti Bestu deildarinnar eftir þriðja sigurinn í röð. 

Blikar heimsóttu Fylki í kvöld og var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, en Klæmint Olsen kom Blikum yfir eftir flotta sókn á 26. mínútu.

Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna, því Ólafur Karl Finsen skoraði eftir hornspyrnu sem var tekin aðeins fimm mínútum síðar. Ólafur Karl fór af velli nokkrum mínútum síðar, eflaust vegna meiðsla.

Staðan var jöfn 1-1 í leikhlé og var gríðarlega lítið að frétta í síðari hálfleik. Fylkismenn komust nálægt því að taka forystuna í upphafi en svo gerðist lítið marktækt, annað en þegar Gísli Eyjólfsson féll innan vítateigs án þess að fá dæmda vítaspyrnu.

Það var undir lokin sem boltinn hrökk loks í netið, en það var Nikulás Val Gunnarsson sem varð fyrir miklu óláni þegar hann fékk boltann í sig eftir hornspyrnu og gerði sjálfsmark.

Blikar héldu forystunni út uppbótartímann. Íslandsmeistararnir eru komnir með tólf stig eftir sex umferðir, en þeir eru sex stigum eftir toppliði Víkings R.

Fylkir deilir botnsæti deildarinnar með Stjörnunni, þar sem bæði lið eiga ekki nema þrjú stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner