
Birgitta Rún Finnbogadóttir sem er fædd árið 2008, skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í ár í tapi gegn Breiðabliki í dag. Hún skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum síðasta sumar.
„Geggjuð. Ég er rosalega ánægð að hafa skorað þetta mark," sagði Birgitta.
Birgitta Rún vann boltann af Elínu Helenu og skoraði úr þröngu færi.
„Ég var alltaf með hausinn við það að skora. Ég hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið til að skora þannig ég skaut bara."
Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í Garðabæ á máundaginn. Tindastóll tapaði gegn Garðabæjarliðinu á heimavelli fyrr á tímabilinu.
„Auðvitað ætlum við að vinna Stjörnuna og sýna að við erum miklu betri en þær."
Athugasemdir