Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herrera varar United við - „Eitthvað sérstakt og einstakt"
Ander Herrera með Juan Mata á Old Trafford.
Ander Herrera með Juan Mata á Old Trafford.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ander Herrera, fyrrum leikmaður Manchester United og Athletic Bilbao, hefur varað enska félagið við því að einvígið þeirra við Athletic sé ekki búið þó að forysta United sé 3-0 eftir fyrri leik liðanna sem fram fór á Spáni.

Hann segir að það sé ekki formsatriði fyrir United að klára leikinn á Old Trafford í kvöld, United þurfi að hafa fyrir hlutunum.

Aldrei í sögu Evrópudeildarinnar hefur lið verið þremur mörkum undir eftir fyrri leik, farið á útivelli og komist áfram.

„Ef það er til lið sem getur gert þetta á þessum tímapunkti, þá er það Athletic," sagði Herrera við Marca. „Þeir eru lið sem er með eitthvað sérstakt og eitthvað einstakt þegar kemur að útsláttarleikjum."

„Þeir munu gera United lífið leitt. Ég er viss um að ef Athletic nær að skora á fyrstu 15-20 mínútunum, þá er þetta möguleiki. Ég er vongóður."

„Ég hef spilað fyrir bæði félög; ég veit líka að Old Trafford er sérstakur staður. En ég held að Athletic gæti nýtt sér efann sem kemur stundum upp hjá United."

„Athletic kann ekker annað en að reyna sækja. Það var hægt að sjá það í fyrri leiknum, liðið fékk 2-3 mjög góð færi, en það er rétt að þeir þurftu að þola alla óheppnina og það gerist stundum í fótbolta. Ég held að leikmennirnir verði að fara inn í leikinn með því hugarfari að United hefur sýnt báðar hliðar boltans að undanförnu og nýta sér það,"
segir Herrera og á þar eflaust við að United hefur sýnt það á stórum köflum að stutt er í vesenið.

Herrera er 35 ára miðjumaður sem fæddur er í Bilbao. Hann lék með Athletic á árunum 2011-2014 og aftur 2022-2025. Hann var leikmaður United á árunum 2014-2019 og vann einmitt Evrópudeildina með liðinu 2017. Í dag er hann leikmaður Boca Juniors í Argentínu.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00 og verður Bilbao án þeirra Inaki og NIco Williams og Oihan Sancet í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner