Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli að krækja í Bernardeschi - Juve í viðræðum um Morata
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Napoli er í samningsviðræðum við kantmanninn Federico Bernardeschi sem rennur út á samningi í lok mánaðar.


Bernardeschi er 28 ára gamall og hefur spilað 183 leiki á fimm árum hjá Juventus. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og fær að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.

Bernardeschi var iðinn við markaskorun á tíma sínum hjá Fiorentina en gerði aðeins 12 mörk á dvöl sinni hjá Juventus. Hann á 6 mörk í 39 landsleikjum með Ítalíu og varð Evrópumeistari í fyrra.

Hjá Napoli mun Bernardeschi berjast við menn á borð við Matteo Politano og Hirving Lozano um byrjunarliðssæti.

Juventus er tilbúið til að hleypa Bernardeschi burt en félagið vill halda í spænska sóknarmanninn Alvaro Morata sem var hjá félaginu á lánssamningi frá Atletico Madrid.

Juve er ekki reiðubúið til að virkja kaupákvæðið í lánssamningnum en er að leita annarra leiða og er í viðræðum við Atletico.

Morata er 29 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Atletico. Hann hefur verið hjá Juve í tvö ár og skorað 32 mörk í 92 leikjum.

Félögin hafa einnig rætt saman um Moise Kean, ungan sóknarmann Juve sem á leiki að baki fyrir PSG og ítalska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner