Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
banner
   lau 08. júní 2024 18:14
Haraldur Örn Haraldsson
Dragan: Hann er kominn upp á spítala og búið að sauma
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-3 gegn Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 Dalvík/Reynir

„Ég er mjög sár að fá á okkur svona mark í lokin. Strákarnir voru búnir að vera berjast og spila þokkalega en já mjög súrt að fá á sig svona mark í endan."

Dalvíkingar lágu neðarlega á vellinum mest allan leikinn og þurftu að verjast sóknarleik Aftureldingar lengi. Vörnin hélt lengi en á endanum brast hún og liðið fær á sig 4 mörk.

„Við vitum það að Afturelding er með mjög gott lið og með mikinn hraða framarlega. Við viljum ekki búa til stórt svæði fyrir aftan öftustu línu okkar þannig að við dettum niður, verjumst vel og sækjum hratt. Fyrstu svona 20 mínúturnar voru Afturelding miklu betri skutu í slánna einu sinni eða tvisvar. Þeir voru miklu meira með boltan og svoleiðis. Við gerum svo miklu betur í seinni hálfleik og við gátum alveg stolið stigi hér í dag"

Snemma í fyrri hálfleik fær Nikola Kristinn Stojanovic leikmaður Dalvíkur og sonur Dragans högg á hausinn. Hann þarf að vera borinn út af í börum og það endaði með að sjúkrabíll sótti hann til að fara með hann upp á sjúkrahús.

„Það var mjög leiðinlegt atvik, snemma í leiknum. Þeir skalla saman hann og Aron. Hann er kominn upp á spítala og síðustu fréttir sem ég fékk áðan er að það er búið að sauma hann og hann liggur bara upp á spítala. Ég veit ekki meir"

Dalvíkur liðið hefur komið flestum töluvert á óvart. Flest allir miðlar spáðu þeim í lang neðsta sæti deildarinnar fyrir mót en sagan í sumar hefur ekki verið þannig. Þeir hafa náð í 6 stig í sínum leikjum og fyrir utan 3-0 tap gegn Njarðvík þá hefur liðið verið inn í öllum leikjum sem þeir hafa spilað hingað til.

„Ég veit ekki hvort menn hafi verið að vanmeta okkur eða ekki. Þegar það var verið að spá okkur 12. sæti þá myndi ég segja að það hafi verið bara rétt, miðað við lengjubikars leikina og æfingaleiki. Við vorum með lítinn hóp á þessum tíma, svo bætum við okkar hóp í Apríl. Það komu 2-3 útlendingar inn sem hafa ekki spilað neitt eða mjög lítið í Lengjudeildinni. Þeir breyta okkar liði, svo eru okkar ungu og efnilegu heimamenn. Það eru strákar sem eru búnir að stíga upp og eins og þú segir þá gáfum við Aftureldingu góðan leik í dag. Ég er stoltur  af strákunum hvernig þeir spiluðu í dag. En mjög súrt og sárt þegar maður tapar. Svo má ekki gleyma að tveir strákar, mjög sterkir leikmennn eru heima í meiðslum sem eru báðir miðjumenn og eins og ég sagði áðan þá fer Nikola út af snemma. En á endanum er ég mjög ósáttur við þetta tap en mjög sáttur við hvernig við spilum þennan leik í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner