Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund vann Leverkusen í kappinu um Waldemar Anton (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýska stórveldið Borussia Dortmund er búið að festa kaup á varnarmanninum fjölhæfa Waldemar Anton, sem kemur úr röðum Stuttgart.

Anton var gríðarlega eftirsóttur í sumar þar sem Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen vildu einnig ólmir krækja sér í hann, en Dortmund hafði betur í kapphlaupinu.

Anton er 27 ára gamall og var valinn í landsliðshóp Þýskalands sem datt út af EM á heimavelli á dögunum, eftir dramatískan tapleik gegn Spánverjum.

Dortmund borgar upp riftunarákvæðið, sem hljóðar upp á 22,5 milljónir evra, í samningi þessa öfluga leikmanns sem gerir fjögurra ára samning.

Anton lék mikið lykilhlutverk fyrir Stuttgart á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að enda afar óvænt í öðru sæti þýsku deildarinnar. Dortmund endaði í fimmta sæti og munu bæði lið leika í Meistaradeild Evrópu í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner