Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mán 08. júlí 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi um Jakob Gunnar: Væri óskandi að fá hann í KR
Jakob í leik gegn Magna í vetur.
Jakob í leik gegn Magna í vetur.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Jakob Gunnar Sigurðsson er skotmark margra félaga og höfðu allavega sex félög fengið samþykkt tilboð í kappann í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru ÍA og KR líklegustu félögin til að krækja í framherjann efnilega. Jakob hefur skorað ellefu mörk í 2. deild í sumar en hann er fæddur árið 2007.

Þjálfari KR, Pálmi Rafn Pálmason, sem er Húsvíkingur líkt og Jakob, var spurður út í Jakob í viðtali eftir leikinn gegn Stjörnunni á laugardag.

„Það væri óskandi (að hann væri á leið í KR), við svo sem vitum það ekkert ennþá. Við viljum alltaf fá góða leikmenn til okkar og ég held að menn séu farnir að sjá það að KR er góður staður fyrir unga leikmenn. Það væri flott ef við gætum fengið hann. Völsungar hafa yfirleitt skilað sínu, sama hvar þeir eru," sagði Pálmi Rafn.
Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Athugasemdir
banner
banner
banner