Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
FIFA opnar skrifstofu í Trump turninum
Mynd: EPA
Alþjóða fótboltasambandið FIFA hefur opnað skrifstofu í Trump turninum í New York og þannig aukast tengsli sambandsins við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Skrifstofan hefur formlega verið opnuð og voru Gianni Infantino, forseti FIFA, og Eric Trump, sonur Donald Trump, á meðal viðstaddra.

Infantino segir mikilvægt að vera með skrifstofuaðstöðu í New York, sérstaklega í ljósi þess að HM fer fram í Bandaríkjunum á næst ári.

Í ræðu sinni þakkaði hann Trump fjölskyldunni fyrir stuðninginn. Infantino og Trump eiga í góðu sambandi og var Infantino meðal gesta í innsetningu forsetans fyrr á árinu.
Athugasemdir
banner
banner