Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. ágúst 2020 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hin 16 ára Amanda beint í hóp í fyrsta leik
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Mynd: Getty Images
Amanda Jacobsen Andradóttir var mætt beint inn í leikmannahóp Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í vikunni.

Amanda þykir ein efnilegasta fótboltakona Íslands en hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns.

Amanda, sem er fædd árið 2003, flutti til Danmerkur á síðasta ári eftir að hafa spilað með yngri flokkum Vals. Hún gekk í raðir Fortuna Hjörring og var þar í U18 liðinu. Amanda, sem er 16 ára, er í aðalliði Nordsjælland og var í hópi í dag í 4-0 sigri á Árósum. Hún var allan tímann á bekknum en gaman að sjá hana á bekknum.

Hin 16 ára gamla Amanda hefur leikið með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Leikurinn í dag var í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Nordsjælland hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner