Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 08. ágúst 2022 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bournemouth kaupir argentínskan landsliðsmann (Staðfest)
Mynd: Bournemouth
Marcos Senesi er genginn í raðir Bournemouth en enska félagið kaupir leikmanninn frá Feyenoord í Hollandi.

Senesi er argentínskur landsliðsmaður og spilar sem miðvörður. Hann er 25 ára gamall og kemur frá Feyenoord eftir þrjú ár þar.

Hann skiptir til Bournemouth til að auka líkurnar á sæti í argentínska landsliðinu sem er á leiðinni á HM í Katar í vetur. Talið er að enska félagið greiði um 13 milljónir punda fyrir Senesi.

Senesi skrifar undir fjögurra ára samning við Bournemouth og er fimmti leikmaðurinn sem félagið fær í sumar. Liðið kom upp úr Championship deildinni í vor og vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð á laugardag.

Þetta er þriðji lykilmaðurinn sem Feyenoord selur frá félaginu í sumar en Luis Sinisterra gekk í raðir Leeds á meðan Tyrell Malacia samdi við Manchester United.

Komnir
Marcus Tavernier frá Middlesbrough - 10 milljónir punda
Joe Rothwell frá Blackburn - frítt
Marcos Senesi - 13 milljónir punda
Neto frá Barcelona - frítt
Ryan Fredericks frá West Ham - frítt


Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner