Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Man Utd setti Ten Hag í óásættanlega stöðu"
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Gary Neville og Roy Keane, fyrrum leikmenn Manchester United, spjölluðu saman eftir 2-1 tapið gegn Brighton á Sky Sports í gær.

Það er alvitað að leikmannahópur United spilaði langt undir gætu á síðustu leiktíð. Ole Gunnar Solskjær var rekinn og þá tók Ralf Rangnick við en hann fann engar lausnir á vandamálinu.

United leit vel út á undirbúningstímabilinu með Erik ten Hag í brúnni en raunveruleikinn tók við í gær er liðið tapaði fyrir Brighton á Old Trafford.

Neville segir það óásættanlegt að Ten Hag hafi verið settur í þessa stöðu og að félagið hafi átt að gera betur í að styrkja leikmannahópinn.

„Ég held að þetta hafi verið 'sjokk' fyrir Ten Hag. Auðvitað var frammistaðan á undirbúningstímabilinu lofandi, en allir sem hafa horft á þessa leikmenn liðsins sem Ten Hag fékk geta skynjað það að frammistaðan hafi verið kunnugleg."

„Fólkið sem er í æðri stöðum áttu að vita það að þetta er óásættanleg staða að láta Ten Hag fá þennan hóp, það þurfti að styrkja hópinn mun meira en hefur verið gert hingað til,"
sagði Neville.

Neville talaði einnig um það að liðið væri að leggja sig 100 prósent fram og allir væru staðráðnir í að gera betur en Keane sagði að það væri frekar augljóst að menn væru ekki að leggja sig alla fram í verkefnið.

„Við sáum tölfræðina á síðasta tímabili, Gary. Þeir hlaupa ekki og taka enga spretti. Það heitir ekki að gefa 100 prósent. Nú heyrir maður það frá æfingasvæðinu síðasta mánuðinn eða tvo að liðið sé að æfa almennilega. Það er agi og þeir mæta á réttum tíma á æfingar og þetta kemur frá hópnum og þú veist það betur en allir."

„Þessi tölfræði sýnir það eins og á síðasta tímabili að þeir eru ekki að gefa 100 prósent í þetta, þó það sé einn leikur búinn af tímabilinu. Það vantaði fótboltagáfur og liðið er alltof opið og geta ekki haldið hreinu,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner