Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 08:54
Elvar Geir Magnússon
William Osula til Newcastle (Staðfest)
William Osula.
William Osula.
Mynd: Getty Images
Danski sóknarmaðurinn William Osula hefur verið keyptur til Newcastle frá Sheffield United. Hann er 21 ársins og er kaupverð 15 milljónir punda.

Hann skoraði þrjú mörk í 31 aðalliðsleik fyrir Sheffield, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu tímabili. Hann á fimm U21 landsleiki fyrir Danmörku.

„Þetta er stórt félag, frábært félag. Ég er mjög ánægður með þetta tækifæri. Um leið og ég heyrði af áhuga Newcastle vissi ég að þetta væri tækifæri sem ég mætti ekki missa af," segir Osula.

Eddie Howe stjóri Newcastle segir félagið hafa horft til Osula í nokkurn tíma. Hann sé ungur spennandi leikmaður sem gæti bætt sig enn frekar og tekið næsta skref.

Osula er sjötti leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar, á eftir Miodrag Pivas, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy, Lloyd Kelly og Lewis Hall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner