Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 08. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewis dró sig úr landsliðshópinum til að skrifa undir hjá Newcastle
Mynd: Getty Images
Jamal Lewis er búinn að draga sig úr landsliðshópi Norður-Íra sem skíttapaði gegn Noregi í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Lewis þurfti að draga sig úr hópinum til að flýta fyrir félagaskiptum sínum til Newcastle United, sem er að kaupa hann fyrir 15 milljónir punda samkvæmt frétt Sky Sports.

Lewis er 22 ára vinstri bakvörður sem féll með Norwich á síðustu leiktíð. Hann á 13 landsleiki að baki fyrir Norður-Íra og lék allan leikinn í 1-1 jafntefli í Rúmeníu síðasta föstudag.

Newcastle er búið að bæta nokkrum leikmönnum við sig undanfarna daga. Í gær voru Ryan Fraser og Callum Wilson, fyrrum samherjar hjá Bournemouth, staðfestir en félagið var þegar búið að krækja í miðjumanninn Jeff Hendrick á frjálsri sölu frá Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner