Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. september 2020 09:10
Magnús Már Einarsson
Man Utd ætlar að fá þrjá í viðbót
Powerade
Jose Gimenez er orðaður við Manchester United.
Jose Gimenez er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti selt Rhian Brewster
Liverpool gæti selt Rhian Brewster
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblðin eru mætt með allt það helsta. Njótið!



Manchester United vonast til að fá þrjá nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Jadon Sancho (20) kantmaður Dortmund er áfram efstur á óskalistanum. (Manchester Evening News)

Zinedine Zidane, þjállfari Real Madrid, þarf að losna við Gareth Bale (31) til að geta fengið nýja leikmenn. (Marca)

Umboðsmenn Alex Telles (27), vinstri bakvarðar Porto, eru mættur til Manchester í viðræður við forráðamenn Manchester United. (A Bola)

Manchester United vill fá Diego Carlos (27) varnarmann Sevilla eða Jose Gimenez (25) varnarmann Atletico Madrid þar sem Kalidou Koulibaly (29) kemur ekki frá Napoli. (Sport)

Aston Villa hefur boðið 16 milljónir punda í Josh King (28) framherja Bournemouth. Villa vildi upphaflega fá Callum Wilson frá Bournemouth en hann samdi við Newcastle. (Telegraph)

Aston Villa vill einnig kaupa sóknarmanninn Rhian Brewster frá Liverpool á 20 milljónir punda. (Sun)

Sheffield United og Crystal Palace eru líka á eftir Brewster. (Telegraph)

Barcleona vill fá Thiago Alcantara (29) aftur til félagsins frá Bayern Munchen. Thiago hefur verið orðaður við Liverpool í sumar. (Bild)

West Ham er að undirbúa 30 milljóna punda tilboð plús bónusgreiðslur í James Tarkowski varnarmann Burnley. (Evening Standard)

Burnley vill 50 milljónir punda fyrir Tarkowski. (Sky sports)

Chelsea er á eftir Edouard Mendy (28) markverði Rennes. (Telegraph)

Chelsea vonast til að geta keypt Mendy á 20 milljónir punda. (Mail)

Wolves er að fá miðjumanninn Victor Ferreira (20) á láni frá Porto með möguleika á kaupum. (Express and Star)

WBA vill fá varnarmanninn Bernardo (25) frá Brighton. (Football Insider)

Arsenal gæti fengið Thomas Partey (27) miðjumann Atletico Madrid þar sem spænska félagið þarf pening til að geta keypt Marc Roca (23) miðjumann Espanyol. (Marca)

Juan Foyth (22) varnarmaður Tottenham er efstur á óskalista Villarreal. (AS)

Chelsea vill ekki lækka verðmiðann á miðjumanninm Tiemou Bakayokoa (26) neðar en 30 milljónir punda. AC Milan er tilbúið að greiða 25 milljónir punda. (Gazetta dello sport)
Athugasemdir
banner