þri 08. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Strákarnir kíkja til Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í kvöld og verða þrír leikir sýndir í beinni útsendingu á sama tíma.

Íslenska landsliðið heimsækir Belgíu eftir naumt tap gegn Englandi í fyrstu umferð.

Strákarnir okkar eiga ekki góðar minningar úr fyrri leikjum gegn Belgum, enda búa þeir yfir afar gæðamiklu liði sem erfitt er að eiga við.

Belgar byrjuðu á sigri í Danmörku en Danir eiga annan heimaleik í kvöld, gegn Englandi.

Í riðli 3 er stórleikur á dagskrá í Frakklandi, þar sem úrslitaleikurinn af síðasta HM verður endurspilaður. Króatar, sem steinlágu gegn Portúgal í fyrstu umferð, kíkja þar í heimsókn.

Frakkar unnu úrslitaleikinn á HM 4-2 en þeir áttu í erfiðleikum með Svía á laugardaginn og unnu 1-0 eftir jafnan leik. Kylian Mbappe verður ekki með þar sem hann greindist með Covid-19 eftir að hafa skorað sigurmarkið í Svíþjóð.

Svíar mæta Portúgölum í hörkuleik. Óljóst er hvort Cristiano Ronaldo verði með eftir að hafa fengið sýkingu í fæti.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í C- og D-deildum Þjóðadeildarinnar.

A-deild
Riðill 2:
18:45 Belgía - Ísland (Stöð 2 Sport)
18:45 Danmörk - England (Stöð 2 Sport 2)

Riðill 3:
18:45 Frakkland - Króatía (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Svíþjóð - Portúgal

C-deild
Riðill 1:
18:45 Lúxemborg - Svartfjallaland
18:45 Kýpur - Aserbaídsjan

Riðill 2:
16:00 Armenia - Eistland
16:00 Georgia - Norður Makedónía

D-deild
Riðill 2:
18:45 San Marino - Liechtenstein
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner