
Jóhann Berg Guðmundsson var í síðasta mánuði keyptur til Al-Orobah í Sádi-Arabíu frá Burnley á Englandi, félagaskipti sem komu mjög á óvart þar sem Jóhann endursamdi við Burnley í sumar eftir að hann virtist á leið í burtu frá félaginu.
Leikjaálagið í Sádi er mun minna en í Championship deildinni á Englandi. Það vakti smá athygli að Jóhann lék allan leikinn gegn Svartfjallalandi á föstudag þegar næsti leikur er strax á morgun gegn Tyrklandi í Tyrklandi.
Leikjaálagið í Sádi er mun minna en í Championship deildinni á Englandi. Það vakti smá athygli að Jóhann lék allan leikinn gegn Svartfjallalandi á föstudag þegar næsti leikur er strax á morgun gegn Tyrklandi í Tyrklandi.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Eftir leikinn var landsliðsþjálfairnn Age Hareide spurður út í Jóhann og hvort að sólin í Sádi væri að gera honum gott.
„Ég held að sólin sé að gera honum ákaflega gott. Jóhann vill spila fótbolta og þess vegna viljum við hafa hann á miðjum vellinum, hann er mjög klár fótboltamaður og það er mikilvægt að hann sjái mikið af boltanum. Svo lengi sem hann er heill heilsu, þá getur hann spilað í langan tíma," sagði Hareide.
Jóhann sjálfur var spurður út í skiptin til Sádi og hvort þau gætu haft jákvæð áhrif upp á landsliðið að gera.
„Ég vona það auðvitað, það er auðvitað aðeins minna tempó og álag heldur en á Englandi. Úrvalsdeildin á Englandi er sú erfiðasta í heimi og Championship er líka rosalega erfið. Þetta gæti klárlega hjálpað mér og mínum ferli að spila lengur og spila lengur með landsliðinu," sagði Jóhann sem verður 34 ára í næsta mánuði og lék á föstudag sinn 94. landsleik.
Seinna í dag sitja þeir Jóhann og Hareide fyrir svörum á fréttamannafundi úti í Tyrklandi.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir