Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. október 2019 10:31
Brynjar Ingi Erluson
U17 ára hópur Íslands - Fjórir leika með erlendum liðum
Íslenska U17 ára landsliðið
Íslenska U17 ára landsliðið
Mynd: Getty Images
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðs karla, opinberaði hópinn í dag fyrir undankeppni Evrópumótsins.

Undankeppnin fer fram í Skotlandi dagana 22. - 28. október næstkomandi en Ísland mætir Skotum, Króötum og Armenum.

Það eru margir öflugir strákar í hópnum en þar má meðal annars sjá Lúkas Jóhannes Peterssson, sem er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi. Hann þykir með efnilegustu markvörðum þýska liðsins og hefur hann einnig leikið fyrir yngri landslið Þýskalands.

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður Gróttu, er einnig í hópnum en hann fer til FCK næsta sumar.

Hópurinn:

Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Hlynur Freyr Karlsson (Breiðablik)
Kristian Nökkvi Hlynsson (Breiðablik)
Emil Karl Brekkan (Dalkurd FF)
Hákon Arnar Haraldsson (FCK)
Danijel Dejan Djuric (Midtjylland)
Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Róbert Thor Valdimarsson (FH)
Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
Orri Steinn Óskarsson (Grótta)
Ari Sigurpálsson (HK)
Pálmi Rafn Arinbjörnsson (Njarðvík)
Einar Ari Ármannsson (KA)
Birgir Steinn Styrmisson (KR)
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Lúkas Jóhannes Petersson (Hoffenheim)
Kári Daníel Alexandersson (Valur)
Jakob Franz Pálsson (Þór
Athugasemdir
banner
banner