Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 08. október 2020 14:06
Elvar Geir Magnússon
Rúmenar æfðu á Versalavelli í hádeginu
Mynd: frf.ro
Rúmenska landsliðið tók stutta æfingu á Versalavelli í Kópavogi í hádeginu í dag.

Samkvæmt heimasíðu rúmenska sambandsins var um hálftíma æfingu að ræða þar sem menn fengu aðeins að liðka sig og fara yfir taktíkina fyrir leikinn í kvöld.

Þetta er ekki venjan hjá rúmenska liðinu.

Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í umspili fyrir EM. Sigurliðið mun mæta Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.


Athugasemdir
banner
banner