Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. nóvember 2020 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlustuðu á Rashford og hjálpa fátækum fjölskyldum
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, heldur áfram að gera góðverk utan vallar.

Rashford hefur látið mikið til sín taka í ensku samfélagi. Rashford hefur hjálpað til við að láta börn sem minna mega sín fá fríar máltíðir í skólum. Rashford hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt og hann fékk meðal annars MBE orðu frá drottningunni.

Enski landsliðsmaðurinn spilaði í gær í sigri Man Utd á Everton. Eftir leikinn ræddi hann við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hann sagði frá því á Twitter að þeir hefðu átt góðar samræður.

Þessar samræður voru greinilega góðar því bresk stjórnvöld ætla að verja meira en 400 milljónum punda til að styðja við bakið á fjölskyldum sem glíma við fátækt. Þessi ákvörðun var tekin eftir herferð Rashford að því er kemur fram á BBC.

Rashford segir að þetta muni koma til með að hjálpa um 1,7 milljónum barna. Rashford fagnar framtakinu en hann segist samt sem áður hafa áhyggjur af þeim börnum sem missa af því að fá aðstoð ef tekjur fjölskyldu þeirra eru ekki nægilega lágar.

Rashford hefur tileinkað sig þessu málefni þar sem hann upplifði sjálfur fátækt í æsku. „Ég mun berjast fyrir þessu restina af mínu lífi því ekkert barn ætti að vera svangt í Bretlandi," sagði fótboltamaðurinn.

Nánar er hægt að lesa um málið á BBC hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner