Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 08. nóvember 2020 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Zlatan náði að bæta upp fyrir vítaklúður
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic er búinn að vera virkilega góður það sem af er ítölsku úrvalsdeildinni. Hann var bjargvættur AC Milan gegn Hellas Verona á heimavelli í kvöld.

Hellas Verona var spútniklið deildarinnar á síðustu leiktíð og hefur farið ágætlega af stað á þessari leiktíð. Liðið byrjaði mjög vel á San Siro og komst í 2-0.

Milan náði að minnka muninn fyrir leikhlé og var staðan 2-1 í hálfleik. Zlatan fékk tækifæri til að jafna af vítapunktinum á 66. mínútu en mislukkaðist það. Hann jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma og reyndist bjargvættur Milan.

Milan er á toppi deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum meira en Sassuolo sem er í öðru sæti. Napoli er í þriðja sæti eftir 1-0 útisigur á Bologna. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna sem er í 14. sæti.

Þá gerðu Torino og Crotone markalaust jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Bologna 0 - 1 Napoli
0-1 Victor Osimhen ('23 )

Milan 2 - 2 Verona
0-1 Antonin Barak ('6 )
0-2 Davide Calabria ('19 , sjálfsmark)
1-2 Giangiacomo Magnani ('27 , sjálfsmark)
1-2 Zlatan Ibrahimovic ('66 , Misnotað víti)
2-2 Zlatan Ibrahimovic ('90 )

Torino 0 - 0 Crotone
Rautt spjald: Sebastiano Luperto, Crotone ('87)

Bjarki kom inn á í B-deildinni
Í ítölsku B-deildinni tapaði Íslendingalið Venezia gegn Reggiana á útivelli. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik en Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður. Venezia er í sjöunda sæti deildarinnar.

Önnur úrslit:
Ítalía: Jafnt hjá Atalanta og Inter - Mkhitaryan með þrennu
Ítalía: Caicedo bjargaði stigi gegn Juve
Athugasemdir
banner