Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho fær bann og sekt fyrir að gagnrýna VAR-dómarann - „Vond lykt af þessu“
Mynd: Getty Images
Tyrkneska fótboltasambandið hefur dæmt portúgalska þjálfarann Jose Mourinho í eins leiks bann og sektað hann um tæplega 22 þúsund pund fyrir að gagnrýna dómgæsluna í leik Fenerbahce gegn Trabzonspor.

Mourinho lét öllum illum látum á hliðarlínunni í leiknum. Hann var ósáttur við margt í dómgæslunni en sérstaklega við þær tvær vítaspyrnur sem Trabzonspor fékk í leiknum með hjálp VAR.

Sambandið dæmdi Mourinho í eins leiks bann. Hann fær ekki að vera nálægt vellinum í næsta leik og þá var hann sektaður um 22 þúsund pund.

Hvað sagði Mourinho?

„Í dag var Atilla Karaoglan (VAR dómarinn) maður leiksins. Við sáum hann ekki, en hann var dómari leiksins. Við viljum ekki fá hann aftur. Við viljum hann ekki því það er vond lykt af þessu. Við viljum ekki hafa hann á vellinum og sérstaklega ekki í VAR-herberginu. Við erum að spila gegn kerfi og að spila gegn kerfi er það erfiðasta sem þú gerir,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leikinn.

Þrátt fyrir mótlætið tókst Fenerbahce að vinna leikinn 3-2 en það var fyrrum United-maðurinn Sofyan Amrabat sem gerði sigurmarkið á tólftu mínútu í uppbótartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner