Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 08. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Southend tapaði eftir að hafa komist í 2-0
Hermann er aðstoðarstjóri Southend.
Hermann er aðstoðarstjóri Southend.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Southend tapaði í gær gegn Bristol Rovers á útivelli í ensku C-deildinni.

Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson stýra Southend, sem byrjaði leikinn í gær vel og komst í 2-0. Staðan var þannig þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki alveg jafngóður hjá Southend. Bristol Rovers hafði jafnað þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum, og komust heimamenn svo í 3-2 á 75. mínútu. Leikurinn endaði 4-2.

Southend hefur ekki unnið deildarleik frá því að Campbell og Hermann tóku við stjórnartaumunum þann 22. október síðastliðinn. Liðið er í næst neðsta sæti með aðeins sex stig úr 20 leikjum.

Bolton er á botni deildarinnar með tvö stig úr 16 leikjum, en Bolton byrjaði með 12 stig í mínus vegna fjárhagsvandræða.
Athugasemdir
banner