Mikel Arteta verður í stúkunni þegar Arsenal mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann missti sig í fögnuðnum þegar Declan Rice skoraði sigurmarkið í blálokin gegn Luton í vikunni og fékk gult spjald.
Hann tekur út bann á morgun vegna uppsafnaðra áminninga.
Hann tekur út bann á morgun vegna uppsafnaðra áminninga.
„Ég verð með gott útsýni! Ég veit ekki hvernig ég á að hætta þegar tilfinningarnar taka stjórnina. Ég gleymdi stað og stund,“ segir Arteta.
„Það er óheppilegt að geta ekki verið á hliðarlínunni en ef þú skoðar reglurnar þá veistu að þú mátt ekki gera það sem ég gerði. Ég missti mig í gleðinni."
Arteta hljóp langt út úr boðvangnum og fagnaði með leikmönnum sínum við stúkuna, þó leikurinn hafi ekki verið flautaður af.
„Ég vildi vera með leikmönnum mínum á þessari stundu. Þegar það koma svona stundir þá finnst mér að stjórarnir ættu að mega þetta. En ég skil að það verða að vera mörk og ég fór yfir þau."
Arsenal vann 4-3 sigur gegn Luton í þessum magnaða leik á þriðjudaginn. David Raya markvörður Arsenal fékk talsverða gagnrýni en hann gerði mistök í tveimur af mörkum Luton.
„Það þarf ekki að rökræða neitt þegar frammistaða Raya er skoðuð og hvað hann hefur gert fyrir okkur. Frammistaða hans hefur verið heillandi. Við þurfum að styðja leikmenn, verja þá og náum því besta út úr þeim," segir Arteta.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 21 | 15 | 5 | 1 | 50 | 20 | +30 | 50 |
2 | Arsenal | 22 | 12 | 8 | 2 | 43 | 21 | +22 | 44 |
3 | Nott. Forest | 22 | 13 | 5 | 4 | 33 | 22 | +11 | 44 |
4 | Chelsea | 22 | 11 | 7 | 4 | 44 | 27 | +17 | 40 |
5 | Man City | 22 | 11 | 5 | 6 | 44 | 29 | +15 | 38 |
6 | Newcastle | 22 | 11 | 5 | 6 | 38 | 26 | +12 | 38 |
7 | Bournemouth | 22 | 10 | 7 | 5 | 36 | 26 | +10 | 37 |
8 | Aston Villa | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 34 | -1 | 36 |
9 | Brighton | 22 | 8 | 10 | 4 | 35 | 30 | +5 | 34 |
10 | Fulham | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 | 30 | +4 | 33 |
11 | Brentford | 22 | 8 | 4 | 10 | 40 | 39 | +1 | 28 |
12 | Crystal Palace | 22 | 6 | 9 | 7 | 25 | 28 | -3 | 27 |
13 | Man Utd | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 32 | -5 | 26 |
14 | West Ham | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 43 | -16 | 26 |
15 | Tottenham | 22 | 7 | 3 | 12 | 45 | 35 | +10 | 24 |
16 | Everton | 21 | 4 | 8 | 9 | 18 | 28 | -10 | 20 |
17 | Wolves | 22 | 4 | 4 | 14 | 32 | 51 | -19 | 16 |
18 | Ipswich Town | 22 | 3 | 7 | 12 | 20 | 43 | -23 | 16 |
19 | Leicester | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 48 | -25 | 14 |
20 | Southampton | 22 | 1 | 3 | 18 | 15 | 50 | -35 | 6 |
Athugasemdir