Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   sun 08. desember 2024 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sheffield United aftur á toppinn
Mynd: Getty Images
West Brom 2 - 2 Sheffield Utd
1-0 Torbjorn Heggem ('24 )
1-1 Callum O'Hare ('35 )
1-2 Tyrese Campbell ('37 )
2-2 Tom Fellows ('62 )

Sheffield United kom sér með naumindum aftur í toppsæti ensku B-deildarinnar með því að gera 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion á Hawthornes í dag.

Torbjorn Heggem kom WBA í forystu með skalla á 24. mínútu en gestirnir náðu að snúa taflinu við með mörkum frá Callum O'Hare og Tyrese Campbell á rúmum tveimur mínútum.

WBA hafði gert jafntefli í níu af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni fyrir þennan leik og sótti það annað sanngjarnt stig er fyrirgjöf Tom Fellows fór af varnarmanni og í netið United-manna á 62. mínútu.

Lokatölur á Hawthornes, 2-2. Þrátt fyrir þetta jafntefli er Sheffield United komið aftur á toppinn með 39 stig, einu meira en Leeds, á meðan WBA er í 8. sæti með 29 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 27 14 11 2 31 9 +22 53
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 27 14 9 4 39 22 +17 51
5 Blackburn 26 12 6 8 31 23 +8 42
6 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
7 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
8 Watford 26 11 5 10 36 37 -1 38
9 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 QPR 26 7 11 8 29 34 -5 32
14 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
15 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
16 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
17 Oxford United 26 7 8 11 29 41 -12 29
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 26 7 4 15 27 44 -17 25
21 Cardiff City 26 5 9 12 26 41 -15 24
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Portsmouth 25 5 8 12 30 44 -14 23
24 Plymouth 26 4 9 13 25 54 -29 21
Athugasemdir
banner
banner
banner