Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 09. janúar 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Man Utd býður Young nýjan samning
Manchester United hefur boðið Ashley Young nýjan samning en Sky segir frá.

Hinn 34 ára gamli Young verður samningslaus í sumar og Inter er að leggja allt í sölurnar til að tryggja sér þjónustu hans.

Young er sagður nálægt því að semja við Inter en United vill ekki missa hann.

Manchester United hefur boðið Young eins árs framlengingu á samningi sínum.

Young hefur spilað með Manchester United síðan árið 2011 en hann lék áður með Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner