Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 09. janúar 2021 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Youssef En-Nesyri sá um Sociedad fyrir Sevilla
Youssef En-Nesyri skoraði þrennu fyrir Sevilla.
Youssef En-Nesyri skoraði þrennu fyrir Sevilla.
Mynd: Getty Images
Sevilla 3 - 2 Real Sociedad
1-0 Youssef En-Nesyri ('4 )
1-1 Diego Carlos ('5 , sjálfsmark)
2-1 Youssef En-Nesyri ('7 )
2-2 Aleksander Isak ('14 )
3-2 Youssef En-Nesyri ('46 )

Sevilla og Real Sociedad áttust við í hörkuleik í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur, vægast sagt. Youssef En-Neysri kom Sevilla yfir eftir fjórar mínútur en í næstu sókn jafnaði Sociedad metin með sjálfsmarki Diego Carlos.

Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Sociedad, þá komst Sevilla aftur yfir og aftur var það En-Neysri. Forystan entist í sjö mínútur því þá jafnaði sænski sóknarmaðurinn Aleksander Isak fyrir gestina í Sociedad.

Staðan var 2-2 eftir korter og þannig var hún líka í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks fullkomnaði En-Neysri þrennu sína og það reyndist sigurmarkið í leiknum.

Gestirnir náðu ekki að svara og lokatölur 3-2 fyrir Sevilla sem er í sjötta sæti með jafnmög stig og Sociedad. Sevilla á hins tvo leiki til góða á mótherja sína í dag. Bæði þessi lið stefna eflaust á að koma sér í Meistaradeildina; efstu fjögur sætin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner