Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. janúar 2021 21:00
Aksentije Milisic
Vín komið á markaðinn í Úrúgvæ sem heitir ,Gracias Negrito'
Mynd: Getty Images
Glænýtt vín er nú komið á markaðinn í Úrúgvæ og það sem er athyglisvert við það er að það heitir ,Gracias Negrito'.

Þetta er gert til stuðnings við Edinson Cavani en hann var dæmdur í þriggja leikja bann, þarf að greiða sekt og sitja námskeið vegna þess að hann sendi vini sínum skilaboð á Instagram og þar stóð Gracias Negrito.

Knattspyrnusamband FA hefur mikið verið gagnrýnt fyrir þessa ákvörðun og hafa leikmenn í landsliði Úrúgvæ sent frá sér bréf þar sem þeir láta sambandið heyra það. Þeir báðu um afléttingu á banni Cavani.

'Negrito' er ekki niðrandi orð í úrúgvæskum kúltur en er það í enskum.

Knattspyrnusambandið segir að Cavani hafi ekki viljandi verið með rasísk skilaboð en þau hafi hins vegar verið móðgandi og því var hann dæmdur í bann.


Athugasemdir
banner
banner