Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mán 09. janúar 2023 08:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Araujo gaf sig allan í þetta - Bjargaði á línu og tæklaði með hausnum

Ronald Araujo varnarmaður Barcelona er mikið í umræðunni eftir frammistöðu sína gegn Atletico Madrid í gær.


Barcelona vann leikinn 1-0 en það var Ousmane Dembele sem skoraði eina markið og er Barcelona því komið með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Araujo sá til þess að Barcelona tók öll stigin þegar hann kom í veg fyrir það að Atletico skoraði í uppbótartíma þegar hann bjargaði á marklínu.

Fyrr í leiknum fórnaði hann sér fyrir málstaðinn þegar hann ákvað að fleygja sér með hausinn á undan til að ná boltanum af Reinildo bakverði Atletico.

Björgunin á línu


Athugasemdir