Everton hefur ekki haft samband við portúgalska þjálfarann Jose Mourinho í stjóraleit sinni.
Everton er í leit að nýjum stjóra eftir að Sean Dyche var rekinn frá félaginu í dag.
Samkvæmt Sky voru þeir David Moyes og Jose Mourinho efstir á listanum, en eins og hefur komið fram í kvöld er Everton komið langt í viðræðum við Moyes.
Einnig kemur fram að Everton hefur ekki haft samband við Mourinho, sem er í dag þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi.
Everton er í eigu Friedkin Group en fjárfestingahópurinn á einnig ítalska félagið Roma sem sparkaði einmitt Mourinho úr starfi á síðasta ári.
Mourinho greindi frá því í viðtali við Sky á síðast ári að hann myndi aldrei taka við liði í fallbaráttu og því kannski eðlilegt að Everton hafi ekki haft samband við hann.
Staðan er nú þannig að Moyes er að ganga frá viðræðum við Everton og gæti verið formlega kynntur sem nýr stjóri liðsins um helgina.
Athugasemdir