Sheffield Utd 0 - 1 Cardiff City
0-1 Cian Ashford ('19 )
0-1 Cian Ashford ('19 )
Cardiff City er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Sheffield United á Bramall Lane í kvöld.
Hinn 20 ára gamli Cian Ashford skoraði markið sem skildi liðin að á 19. mínútu eftir skelfileg mistök hjá velska varnarmanninum Rhys Norrington-Davis.
Ashford stal boltanum af Norrington-Davis, keyrði upp völlinn og setti boltann í hægra hornið.
Heldur óvænt tap en Sheffield United er í toppbaráttu í ensku B-deildinni á meðan Cardiff er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir