Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   fim 09. febrúar 2023 16:09
Elvar Geir Magnússon
Smith Rowe áfram fjarri góðu gamni
Emile Smith Rowe verður áfram fjarri góðu gamni á laugardaginn þegar Arsenal mætir Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Topplið Arsenal vonast til að svara eftir 1-0 tap gegn Everton á Goodison Park um síðustu helgi. Þrátt fyrir tapið hélt Arsenal fimm stiga forystu sinni þar sem Manchester City tapaði fyrir Tottenham degi síðar.

Brentford hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum en Arsenal vann 3-0 þegar liðin áttust við fyrr á tímabilinu.

Mikel Arteta verður áfram án Smith Rowe en þessi 22 ára leikmaður hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla í læri. Goal segir að sóknarmiðjumaðurinn verði ekki búinn að ná sér fyrir leikinn á laugardag.

Smith Rowe hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Reiss Nelson hefur snúið aftur til æfinga og gæti komið við sögu gegn Brentford. Þá styttist í Gabriel Jesus en brasilíski sóknarmaðurinn er enn í einstaklingsæfingum og er ekki væntanlegur til baka fyrr en í mars.

Nýlega var opinberað að Mohamed Elneny tæki ekki frekar þátt í tímabilinu vegna hnémeiðsla.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner