Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 06. júní 2025 21:49
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Lucas: Þýðir ekkert annað en að vera bara leiðinlegur til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara geggjað," sagði Andri Lucas Guðjohnsen leikmaður íslenska landsliðsins og fyrsti markaskorari kvöldsins eftir að Ísland vann Skotland 3-1.


Lestu um leikinn: Skotland 1 -  3 Ísland

„Við spiluðum vel og við villdum gera betur frá síðasta verkefni. Þannig að við vorum bara mjög ánægðir með þennan leik."

Ísland átti slæman glugga síðast þar sem þeir töpuðu tvívegis gegn Kosovo. Leikurinn í kvöld var töluvert betri.

„Við vorum bara betur staðsettir á vellinum og erum farnir að þekkja kerfið aðeins betur, og það sem Arnar vill fá frá okkur. Svo þorðum við líka bara að spila. Við komum okkur kannski í vesen tvisvar, eða þrisvar en það er bara partur af þessu. Við erum að reyna að bæta okkur sem lið og erum byrjaðir að spila fótbolta. Þann fótbolta sem Arnar vill spila. Þannig eins og ég segi þá komum við okkur kannski tvisvar, þrisvar í vesen en sigur í dag, og bara nokkuð ánægður með þennan leik."

Andri skoraði frábært mark á 8. mínútu leiksins en hann var beðinn um að líkja því við önnur mörk sem hann hefur skorað á ferlinum.

„Það hlýtur að vera nokkuð ofarlega. Þetta var geggjað mark, ég var bara búinn að ákveða að ég myndi taka snertingu og þruma í boltann. Þótt að ég hafi fengið hann á vinstri. Bara geggjað að sjá hann fljúga upp í þaknetið."

Eftir erfiðleikana í síðasta glugga hefur það verið gott fyrir sálina að ná í úrslit og spila vel.

„Jú, fyrir okkur sem leikmenn og þjálfarana líka. Við erum farnir að sjá bætingar og erum að þróa okkar leik. Þannig það er bara mjög jákvætt."

Skotland á nokkra stjörnu leikmenn sem spila meðal annars fyrir Liverpool og Napoli, en þeim gekk ekki vel í kvöld.

„Þeir mega vera eins pirraðir og þeir vilja. Þetta er bara fótboltaleikur, bara hver ætlar sér að vinna leikinn. Við ætluðum að gera það. Það þýðir ekkert annað en að vera bara leiðinlegur til baka og það er bara það sem við gerðum, og leyfðum þeim ekkert að komast inn í hausinn á okkur. Það var kannski líka bara jákvætt, að við héldum haus og vorum þéttir varnarlega, og bara spiluðum mjög vel sem lið."

Ísland spilar næst gegn Norður-Írlandi í Belfast.

„Við nýtum okkur daginn á morgun til að hvíla okkur, til að ná okkur. Þetta var mjög erfiður leikur, mikið um hlaup, en við viljum bara gera nákvæmlega það sama gegn Norður-Írum í Belfast."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner