Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 17:49
Brynjar Óli Ágústsson
Óskar Smári: Það er bara mikil stemning og fjör
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjáflari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjáflari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf gott að vinna. Við skorum þrjú mörk sem er mikilvægt. Tökum færin okkar vel og varnarleikur góður, þannig að tilfinningin er mjög góð.'' segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Stjarnan

„Eftir við hættum að tala um úrslit og fórum að tala um frammistöðu, þá höfum við verið að ná í ágætis úrslit. Varnarlega var frammistaðan mjög góð í dag. Ég var ekki nógu sáttur með spilamennskuna á boltann, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Heilt yfir get ég ekki kvartað mikið,''

Þið voruð alveg með leikinn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik svo missið þið taktinn í loka mínútum leiksins. Hvað gerist þar?

„Það er svo gaman að vera ósammála. Mér fannst við vera með tökin á boltann í fyrri hálfleik, já. Þær voru ekki að skapa sér mikið Stjarnan, en þær voru samt allt of mikið með boltann. Við vildum vera ofar á vellinum en við þurftum að verja okkar mark. Í seinni hálfleik þega við skorum þriðja markið þá fer vindurinn smá frá Stjörnunni og þá fannst mér leikurinn deyja út og stelpurnar gera feyki vel að 'see the game out' eins og er sagt á ensku,''

Fram spilar gegn Val í næstu umferð sem hafa ekki sigrað leik í seinustu 5 leikjum. Ætlið þið að gera það að 6 leikjum?

„Það er alltaf markmiðið. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því að við erum að spila á móti bikarmeisturum frá í fyrra með hörku lið og góðan þjálfara,''

„Við erum á fínni siglingu. Það vantar fjóra leikmenn og Ólína Hildur var næstum búin að skora fjórða markið. Við erum á góðum stað og það er bara mikil stemning og fjör. Svo getur alveg verið að við töðum næsta leik og þá megum við ekki fara of neðarlega. Við megum ekki fara of hátt í tilfinningar skalanum, ég er búinn að segja þetta áður og segi þetta aftur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner