Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 16:58
Hilmar Jökull Stefánsson
Björgvin Karl eftir 6-0 tap: Sumir leikmenn mættu leggja sig meira fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FHL tapaði 6-0 fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í dag á Kópavogsvelli og situr sem fastast á botni Bestu-deildarinnar án stiga. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og var að vonum ekki ánægður.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

6-0 tap. Hvernig er tilfinningin beint eftir leik?

„Hún er ekkert góð sko. En hinsvegar ætla ég að hrósa Blikaliðinu. Frábærir einstaklingar og frábært lið og við náðum að halda aðeins aftur af þeim í byrjun. Við vorum með ákveðið leikplan sem lofaði góðu en svo þegar við fengum á okkur fyrsta markið þá fórum við að hlaupa úr stöðum og þá er sárt að fá á sig annað markið rétt fyrir hálfleik.“

Hvað finnst Kalla um liðið brotni einfaldlega á 5 mínútna kafla.

„Það er bara grátlegt og á ekki að gerast og við erum með leikmenn sem eru að leggja sig gríðarlega fram og aðra sem mættu fylgja því fordæmi en það vantaði upp á í dag. Sér í lagi þegar við erum búin að tala um hvað við ætlum að gera í hálfleik og síðan förum við út og gerum eitthvað allt annað.“

FHL liðið var einungis með 4 leikmenn á bekk og Kalli talar um að liðið hafi ekki haft kost á að vera með fleiri leikmenn nema taka þá leikmenn á 3. flokks aldri. Er hann að huga að því að styrkja liðið?

„Ég geri klárlega ráð fyrir því.“

Hvar sér Kalli FHL liðið ná í sín fyrstu stig í deildinni?

„Við reynum að fara í hvern einasta leik til að ná í stig og höfum gert það frá upphafi en því miður hefur þetta stundum verið upp og niður hjá okkur. Við höfum náð köflum en við erum ekki að ná að tengja þessa kafla til að klára heilan leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner