Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fös 06. júní 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tindastóll nældi í fyrsta stigið gegn Val - „Stórkostlegur árangur"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stoltur af stelpunum. Þetta er tímamótasigur, höfum aldrei náð stigi af Val Litla liðið út á landi að ná stigi af stóra liðinu Val, mér finnst það stórkostlegur árangur," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir jafntefli gegn Val í Bestu deild kvenna á Sauðárkróki í kvöld.

Lestu um leikinn: Tindastóll 2 -  2 Valur

Hópurinn hjá Tindastól var þunnskipaður í kvöld.

„Við erum með þrjá lánsmenn frá Val. Við erum í góðu samstarfi við Val með það, þeir leikmenn máttu nátturulega ekki taka neinn þátt í þessum leik. Svo er Laufey aðeins meidd og Aldís er að koma til baka. Vonandi náum við fullum styrk eftir EM. Ég er spenntur fyrir framhaldinu, þær sem komu inn stóðu sig mjög vel. Heilt yfir sýndi liðið flottan karakter," sagði Donni.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV heima í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á mánudaginn.

„Ég held að það komi góð stemning út úr þessum leik. ÍBV liðið er ógeðslega gott, langbesta liðið í 1. deild. Það er klárlega á svipuðu kaliberi og við eigum að þekkja úr okkar deild. Við munum 100% ekki vanmeta einn né neinn. Ég er spenntur að fá þá leikmenn inn sem gátu ekki verið með í dag. Það gefur okkur auka orku," sagði Donni.
Athugasemdir