Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 17:06
Hilmar Jökull Stefánsson
Birta Georgs: Fengum hárblásara í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birta Georgsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, var valinn maður leiksins þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýliðum FHL í Bestu-deildinni í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

Birta skoraði 1 og lagði upp 2 mörk í leiknum. Hvernig líður henni eftir svona frammistöðu?

„Frábær tilfinning, gott að svara eftir svona leik. Við töluðum um að við ætluðum að mæta hérna og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það.“

Nik lét sínar konur heyra það og þegar fréttaritari Fótbolti.net bar það undir Birtu fór hún að hlæja og hafði þetta um málið að segja:

„Við fengum vægan hárblásara, það er staðan. Við töluðum um að hreinsa aðeins til sendingar, návígi og seinni bolta sem voru ekki að detta okkar megin. Mér fannst við koma út í seinni hálfleikinn og svara því mjög vel.“

Breiðabliksliðið er búið að skora 35 mörk í 8 leikjum, langflest allra liða í deildinni. Er ekki gaman að vera framherji í þessu Breiðabliksliði?

„Jú klárlega, það er ekki hægt annað en að vera glaður þegar maður fær svona hjálp eins og er í kringum mann, þetta eru bara eintóm gæði. Tala nú ekki um Dreu (Innsk. fréttaritara: Andrea Rut), Öglu Maríu og Sammy, þetta eru allt toppleikmenn þannig þetta er bara geðveikt.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner