Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 07. júní 2025 17:06
Hilmar Jökull Stefánsson
Birta Georgs: Fengum hárblásara í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birta Georgsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, var valinn maður leiksins þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýliðum FHL í Bestu-deildinni í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

Birta skoraði 1 og lagði upp 2 mörk í leiknum. Hvernig líður henni eftir svona frammistöðu?

„Frábær tilfinning, gott að svara eftir svona leik. Við töluðum um að við ætluðum að mæta hérna og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það.“

Nik lét sínar konur heyra það og þegar fréttaritari Fótbolti.net bar það undir Birtu fór hún að hlæja og hafði þetta um málið að segja:

„Við fengum vægan hárblásara, það er staðan. Við töluðum um að hreinsa aðeins til sendingar, návígi og seinni bolta sem voru ekki að detta okkar megin. Mér fannst við koma út í seinni hálfleikinn og svara því mjög vel.“

Breiðabliksliðið er búið að skora 35 mörk í 8 leikjum, langflest allra liða í deildinni. Er ekki gaman að vera framherji í þessu Breiðabliksliði?

„Jú klárlega, það er ekki hægt annað en að vera glaður þegar maður fær svona hjálp eins og er í kringum mann, þetta eru bara eintóm gæði. Tala nú ekki um Dreu (Innsk. fréttaritara: Andrea Rut), Öglu Maríu og Sammy, þetta eru allt toppleikmenn þannig þetta er bara geðveikt.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner