Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 17:15
Brynjar Óli Ágústsson
Jóhannes Karl: Þetta er skref aftur á bak
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnuna.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf vont að tapa og sérstaklega vont að tapa í leikjum þar sem að liðin eru jöfn að stigum fyrir leik,'' segir Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnuna, eftir 3-1 tap gegn Fram í 8. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Stjarnan

„Við erum að gefa allt of auðveld mörk og svo erum við ekki að nýta sénsana okkar fram á við. Framararnir eru ekki að sækja á mörgum mönnum, en það er nóg þegar þú ert með svona leikmenn sem er agressífir og geta klárað,''

Stjarnan eiga sinn besta kafla í loka mínútur leiksins en það koma aðeins of seint.

„Við eigum dauðafæri í stöðinni 0-0 sem að við nýtum ekki og það telur alveg sama hvaða mínúta það er. Við þurfum að gera miklu betur sóknarlega.''

Stjarnan og Fram voru jöfn á stigum fyrir þennan leik.

„Það er slæmt að tapa öllum leikjum en það eru bara átta umferðir búnar þannig það er nóg eftir af þessu. Ég er svekktur með spilamennskuna, við vorum búin að spila vel í undanförnum leikjum þannig mér fannst þetta skref aftur á bak,''

Stjarnan mætir Þrótt í næsta leik sem liggja í efsta sæti deildarinnar.

„Tap eða sigur hérna held ég hafi ekki skipt neinu máli fyrir þann leik. Það er bara allt annar fótbolti og allt annar leikur. Við förum með fulla tilhlökkun inn í hann. Það er bara nýr möguleiki á þremum stigum.''

Hægt er að horfa viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner