Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   lau 07. júní 2025 16:48
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain eftir stórsigur: Verðum að standa undir væntingum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann FHL 6-0 á Kópavogsvelli í dag þar sem heimakonur gerðu út um leikinn með frábærum 5 mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks. Fótbolti.net ræddi við Nik Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, að leik loknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

Blikar töpuðu síðasta leik sínum, 2-1 gegn FH, svo það hlýtur að hafa verið gott fyrir Nik að liðið nái sér aftur á strik.

„Já mjög ánægður, sérstaklega með það hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn var orkulítill miðað við það sem við vorum að leitast eftir en við komum út í seinni hálfleikinn og fyrstu 15, 20 mínúturnar þar voru frábærar.“

Það spurðist fljótt út á Kópavogsvelli í seinni hálfleik að Nik hefði gefið leikmönnunum sínum hárblásara í hálfleik. Hvað sagði hann eiginlega við leikmennina?

„Nokkur vel valin orð. Af því við þurfum að standa undir væntingum og í fyrri hálfleik gerðum við það ekki. Ég verð að gefa FHL kredit, þær pirra okkur aðeins en við hefðum samt átt að hreyfa boltann betur.“

Breiðabliksliðið, þrátt fyrir að vera komnar á toppinn aftur, eru í raun að elta Þrótt sem stendur, þar sem Þróttur var með 3 stiga forskot á Breiðablik fyrir leikinn í dag. Hvernig er að vera að elta Þrótt?

„Alveg eins og í fyrra þannig það breytir engu fyrir okkur og við einblínum á okkar leiki. Sama gamla klisjan, einn leikur í einu en eins og ég segi, það var gott að koma aftur hingað, eiga góða frammistöðu, skora nokkur mörk og halda hreinu.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner