Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 07. júní 2025 16:48
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain eftir stórsigur: Verðum að standa undir væntingum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann FHL 6-0 á Kópavogsvelli í dag þar sem heimakonur gerðu út um leikinn með frábærum 5 mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks. Fótbolti.net ræddi við Nik Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, að leik loknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

Blikar töpuðu síðasta leik sínum, 2-1 gegn FH, svo það hlýtur að hafa verið gott fyrir Nik að liðið nái sér aftur á strik.

„Já mjög ánægður, sérstaklega með það hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn var orkulítill miðað við það sem við vorum að leitast eftir en við komum út í seinni hálfleikinn og fyrstu 15, 20 mínúturnar þar voru frábærar.“

Það spurðist fljótt út á Kópavogsvelli í seinni hálfleik að Nik hefði gefið leikmönnunum sínum hárblásara í hálfleik. Hvað sagði hann eiginlega við leikmennina?

„Nokkur vel valin orð. Af því við þurfum að standa undir væntingum og í fyrri hálfleik gerðum við það ekki. Ég verð að gefa FHL kredit, þær pirra okkur aðeins en við hefðum samt átt að hreyfa boltann betur.“

Breiðabliksliðið, þrátt fyrir að vera komnar á toppinn aftur, eru í raun að elta Þrótt sem stendur, þar sem Þróttur var með 3 stiga forskot á Breiðablik fyrir leikinn í dag. Hvernig er að vera að elta Þrótt?

„Alveg eins og í fyrra þannig það breytir engu fyrir okkur og við einblínum á okkar leiki. Sama gamla klisjan, einn leikur í einu en eins og ég segi, það var gott að koma aftur hingað, eiga góða frammistöðu, skora nokkur mörk og halda hreinu.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner