Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 07. júní 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Inter kaupir Luis Henrique frá Marseille (Staðfest)
Mynd: Inter
Ítalska félagið Inter gekk í dag frá kaupum á brasilíska vængmanninum Luis Henrique en hann kemur til félagsins frá Marseille.

Henrique er 23 ára gamall og átti sitt besta tímabil í treyju Marseille á tímabilinu.

Hann skoraði 7 deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar í Frakklandi, en hann er nú búinn að semja við næst besta lið ítölsku deildarinnar.

Inter greiðir 25 milljónir evra fyrir Henrique sem hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið.

Henrique kom 18 ára gamall til Marseille frá brasilíska neðri deildar félaginu Tres Passos árið 2020, en áður hafði hann spilað á láni hjá Botafogo.


Athugasemdir
banner
banner