Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 06. júní 2025 22:38
Elvar Geir Magnússon
Albert um framtíðina: 15. júní tekur Fiorentina ákvörðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara fáránlega gaman, alltaf gaman að klæðast landsliðstreyjunni, og ekki verra að taka sigurinn," sagði Albert Guðmundsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3-1 sigur á Skotum.


Lestu um leikinn: Skotland 1 -  3 Ísland

Í síðasta landsliðsglugga tapaði Ísland tvívegis gegn Kosovó en það gekk töluvert betur í kvöld.

„Auðvitað spiluðum við miklu betur í dag, bæði sóknarlega og varnarlega. Það er svo sem ekkert að marka þessa fyrstu tvo leiki, við vorum bara að læra nýtt kerfi sem Arnar er að koma í gang. Þótt að úrslitin hafi ekki verið góð í síðasta glugga þá fannst mér við vera að taka ákveðin skref í rétta átt. Í dag held ég að það hafi bara sannað sig."

Leikurinn í kvöld gegn Skotlandi var vináttuleikur en íslenska liðið lagði greinilega mikið í þennan leik.

„Við viljum vinna alla leiki, þótt það sé æfingaleikur. Þegar maður er kominn inn á völlinn, þá vill maður bara vinna, það er enginn æfingaleikur þá."

Frammistaðan í heild er mikil bæting á síðasta verkefni.

„Mér fannst við mjög góðir á boltann, sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar. Þá var pressan okkar mjög góð, þeir tóku bara langa bolta þegar þeir fengu boltann. Við náðum einhvernveginn bara að festa þá niðri, svo komu þeir sér aðeins inn í leikinn, svo fannst mér við taka aftur yfir. Þangað til náttúrulega í lokin, þá lágu þeir svolítið á okkur. Það er náttúrulega bara eðlilegt að það gerist þegar við erum 3-1 yfir og erum að reyna að sigla þessu bara heim. Annars er maður bara mjög sáttur við þessa frammistöðu, bæði sóknarlega og varnarlega."

Albert var á láni hjá Fiorentina á liðnu tímabili en framtíð hans í félagsliða boltanum er ekki enn orðin ljós.

„Ég get ekki sagt þér það núna, ég bara veit það ekki sjálfur. Ég held að 15. júní, þá taka Fiorentina ákvörðun. Þá veit ég meira, hvort það verði í Fiorentina eða einhversstaðar annarsstaðar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner