Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 09. febrúar 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Empoli kláraði botnliðið í lokin
Mynd: EPA
Salernitana 1 - 3 Empoli
0-1 Alessandro Zanoli ('23 , sjálfsmark)
1-1 Shon Weissman ('69 )
1-2 M'Baye Niang ('88 , víti)
1-3 Matteo Cancellieri ('90 )

Empoli vann mikilvægan sigur á Salernitana í fallbaráttunni í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Salernitana hefur verið í miklum erfiðleikum á þessu tímabili og aðeins unnið tvo leiki til þessa.

Það byrjaði illa hjá liðinu í kvöld. Alessandro Zanoli kom boltanum í eigið net á 21. mínútu eftir fyrirgjöf Nicolo Cambiaghi.

Empoli hélt í forystuna í um það bil fimmtíu mínútur áður en Shon Weissman stýrði stórkostlegri fyrirgjöf Antonio Candreva í netið.

Allt hrundi hjá Salernitana í lokin. M'Baye Niang kom Empoli yfir með marki úr víti áður en Matteo Cancellieri gulltryggði sigur gestanna.

Empoli er nú með 21 stig í 15. sæti en Salernitana á botninum með 13 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 25 21 3 1 63 12 +51 66
2 Juventus 26 17 6 3 41 19 +22 57
3 Milan 26 16 5 5 50 32 +18 53
4 Bologna 26 13 9 4 39 23 +16 48
5 Atalanta 25 14 4 7 48 24 +24 46
6 Roma 26 13 5 8 48 32 +16 44
7 Fiorentina 26 12 5 9 39 30 +9 41
8 Lazio 26 12 4 10 32 28 +4 40
9 Napoli 25 10 7 8 34 29 +5 37
10 Torino 26 9 9 8 25 25 0 36
11 Monza 26 9 9 8 27 30 -3 36
12 Genoa 26 8 9 9 28 31 -3 33
13 Empoli 26 6 7 13 22 40 -18 25
14 Lecce 26 5 9 12 24 43 -19 24
15 Udinese 26 3 14 9 25 40 -15 23
16 Frosinone 26 6 5 15 34 55 -21 23
17 Verona 26 4 8 14 23 36 -13 20
18 Sassuolo 25 5 5 15 31 48 -17 20
19 Cagliari 26 4 8 14 24 47 -23 20
20 Salernitana 26 2 7 17 20 53 -33 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner