
Eric Vales hefur fengið leikheimild með Grindavík og er hann þriðji erlendi leikmaðurinn sem genginn er í raðir félagsins á síðustu dögum. Fótbolti.net greindi frá þremur leikmönnum sem voru á leið til félagsins fyrir rúmri viku síðan og er Vales þriðji leikmaðurinn í þeim hópi.
Vales er 23 ára varnarmaður sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann kemur frá Andorra, hefur leikið í heimalandinu, á Spáni og á síðasta tímabili lék hann með ND Bilje í Slóveníu. Hann á að baki tíu landsleiki fyrir Andorra og hefur verið í öllum hópum síðan í nóvember 2022.
Leikmennirnir þrír sem Grindavík hefur fengið erlendis frá eru allir hjá SC3 Football Management umboðsskrifstofunni. Það er sama umboðsskrifstofa og er með Marko Vardic og Edi Horvat sem léku með Grindavík í fyrra.
Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Matevz Turkus frá Slóveníu
Josip Krznaric frá Slóveníu
Eric Vales frá Slóveníu
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson
Athugasemdir