Aston Villa 2 - 1 Tottenham
1-0 Jacob Ramsey ('1)
2-0 Morgan Rogers ('64)
2-1 Mathys Tel ('91)
1-0 Jacob Ramsey ('1)
2-0 Morgan Rogers ('64)
2-1 Mathys Tel ('91)
Aston Villa tók á móti Tottenham í enska bikarnum í dag og tók forystuna eftir 59 sekúndur, þegar Jacob Ramsey skoraði eftir frábæran undirbúning frá Morgan Rogers. Skot Ramsey var beint á Antonín Kinský markvörð Tottenham, en hann varði boltann í netið og átti vafalítið að gera betur.
Aston Villa var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu. Það var lítið um færi og hélt leikurinn áfram í sama fari í síðari hálfleik.
Rogers tvöfaldaði forystuna fyrir heimamenn á 64. mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað og potaði boltanum í netið af stuttu færi.
Þegar allt virtist stefna í þægilegan sigur hjá Aston Villa tókst Mathys Tel að hleypa spennu í leikinn með glæsilegri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Dejan Kulusevski.
Tel skoraði markið í uppbótartíma en Tottenham tókst ekki að jafna metin á lokamínútunum. Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Villa sem fer áfram í næstu umferð.
Athugasemdir